Aagot Vilhjálmsson

Aagot Vilhjálmsson (Fougner – Johansen) var fædd á Seyðisfirði 7. apríl 1900, en ólst upp á Reyðarfirði, þar sem faðir hennar, Rolf Johansen, rak verslun. Rolf og kona hans, Christine (kölluð Kittý ) voru bæði norsk, en fluttu á unga aldri til Íslands.

Aagot giftist Árna Vilhjálmssyni frá Ytri-Brekkum á Langanesi árið 1920, en hann var þá nýútskrifaður læknakandídat. Fyrstu árin bjuggu þau á ýmsum stöðum, en árið 1924 tók Árni við embætti héraðslæknis á Vopnafirði og þar áttu þau sitt heimili allt til 1960, er Árni lét af störfum og þau settust að í Reykjavík. Þau eignuðust 11 börn, sem öll komust upp og eiga nú fjölda afkomenda.

Aagot lést í Reykjavík árið 1995.

Aagot Vilhjálmsson
Name Aagot Vilhjálmsson
Birth 04/07/1900
Death 10/15/1995
HusbandÁrni Vilhjálmsson

Leave a Reply