Handavinnublöð Aagotar ömmu

Það eru ekki allir sem vita að gömlu handavinnublöð Aagotar ömmu er nú geymd á Skjalasafni Reykjavíkur, í einkaskjalasafn nr. 433.

Í formála að safninu, sem Aagot og Sigrún Árnadætur skrifuð, segir m.a.:

Á heimili Johansen – hjónanna var handavinna stunduð alla daga, og hafa þessi handavinnublöð komið að góðum notum. Aagot hefur síðan haldið þeim saman og bróðir hennar, Sverre Johansen (1902-1955 ) sem starfaði sem bókbindari í Reykjavík, bundið þessa árganga fyrir hana.

Hjá stórfjölskyldunni í Læknishúsinu á Vopnafirði voru þessi blöð ekki síður til gagns og gleði; þarna var hægt að skoða tískuna í útlöndum, taka upp snið fyrir flíkur á börn og fullorðna, og jafnframt draga upp munstur fyrir alls konar útsaum, og læra ýmsar aðferðir við hannyrðir.

Aagot hafði ákaflega gaman af allsskonar hannyrðum og hafði jafnan eitthvað milli handanna, og fram á síðustu ár prjónaði hún vinsæla ungbarnasokka á smáfólkið sitt.

 

Sjá einnig: http://www.borgarskjalasafn.is/

 

Tagged with:

Leave a Reply